Svifvængjaflug - svifflug - fisflug - mótordrekaflug

Gjafabréf

Kaupa núna

Svifvængjaflug á Bláfjallasvæðinu

Svifvængjaflug, Paragliding, er kynningarflug á tveggja manna svifvæng með þrautþjálfuðum, viðurkenndum svifvængjaflugkennara Happyworld. Kynningarflug er einstakt tækifæri til að kynnast þessu frábæra flugsporti.

Smelltu hér til að sjá sturluðu sumartilboðin okkar!

Í svifvængjaflugi ertu svo nálægt náttúruöflunum að þú verður í raun partur af þeim! Með skýin þér við hlið svífurðu hljóðlaust í loftuppstreymi með hinum fuglunum. Landslagið eignast nýtt líf undir dinglandi fótum þínum. Með vindinn í hárinu upplifirðu lífið í nýrri vídd. Þetta er sprengja fyrir skilningarvitin!

Hvað er svifvængjaflug?

Svifvængjaflug (Paragliding) er frjálst flug á mótorlausum væng úr efni ekki ósvipuðu og í fallhlíf. Hönnun vængsins er byggð á flugvélavæng og tekur form sitt af loftinu sem fyllir hann. Fyrirrennari svifvængsins er svifdrekinn sem margir kannast við. Svifvængurinn er einfaldasta leið mannsins til að komast á flug. Mótorlaust og hljóðlaust notum við vinda og loftuppstreymi til að líða um loftið. Þú kemst ekki nær því að vera fugl!

Hvernig kynningarflugið fer fram.

Flugkennarinn útskýrir grundvallaratriði svifvængjaflugs; hvernig vængurinn virkar, hvernig við nýtum vinda og loftuppstreymi til að hækka flugið, hvernig við stjórnum ferð, stefnu og hvar við lendum. Nemandinn situr í öruggum búnaði fyrir framan flugkennarann og upplifir allt frá fyrstu hendi.

Fyrir hvern er svifvængjaflug?

Svifvængjaflug er upplifun fyrir alla sem eiga sér flugdrauma eða langar að takast á við nýjar áskoranir! Fyrir fólk á öllum aldri sem vill víkka út sjóndeildarhringinn, stíga út fyrir þægindarammann og sjá heiminn frá öðru sjónarhorni.

Hvert flug er persónuleg upplifun.

Þú ferð í tvímenningsvæng með einka flugkennara og getur valið flugstíl sem hentar þér. Viltu svífa tignarlega um himininn og njóta frelsistilfinningunnar og útsýnisins? Eða viltu listflugsútgáfuna og koma blóðinu á almennilega hreyfingu? Eða eitthvað þar á milli? Þú ræður ferðinni!

Tímalengd og framkvæmd á kynningarflugi:

Flugsvæðið okkar er á Bláfjallasvæðinu við Sandskeið, í ca. 20 mín. akstursfjarlægð frá Reykjavík. Við tökum á móti þér, undirbúum þig og förum yfir öryggisatriði. Heildartími með undirbúningi og frágangi er yfirleitt um klukkustund. Flugtíminn fer að sjálfsögðu eftir veðri og aðstæðum, yfirleitt um 10-15 mínútur. Með akstri fram og til baka frá Reykjavík skaltu gera ráð fyrir 2-3 klukkustundum í allt.

Flugsvæðið okkar

Svifvængjaflug, einsog allt flug, snýst ekki minna um útsýnið en flugið sjálft. Á Íslandi er enginn skortur á náttúrufegurð og hátt yfir Bláfjallasvæðinu ertu með geggjað útsýni! 

Það er ævintýri líkast að svífa á svifvæng yfir mosavaxnar hraunbreiður og gíga á Bláfjallasvæðinu. Þarna náum við hátt í 900 metra lofthæð með útsýni til allra átta. Á góðum degi sjáum við yfir til Vestmannaeyja, yfir höfuðborgina og Reykjanes, Snæfellsnes, inn á hálendi og jökla og snertum jafnvel skýin!

Flugtak á svifvæng

Við tökum af stað af flatlendi einsog hver önnur flugvél, en í staðinn fyrir eigin mótor notum við bíl með sérstakan togbúnað. Og í staðinn fyrir hjólabúnað tökum við nokkur skref í flugtaki. Flugkennarinn hefur vænginn á loft, togstjórinn keyrir af stað og spilar út toglínunni með stillanlegri togþyngd svo flugtak verður mjúkt og þægilegt. Þú hefst á loft og hækkar flugið hratt og örugglega undir stjórn flugkennarans sem er með þér í vængnum. Þegar hátt í 900 metra hæð er náð sleppir flugkennarinn toglínunni, frjálst flug tekur við og það er engu líkara en þú sért fugl.

Lending á svifvæng

Á svifvængnum höfum við að sjálfsögðu stýribúnað og við veljum okkur öruggt lendingarsvæði, yfirleitt á sama stað og flugtak. Einsog hvert annað flygildi tökum við lendingarstefnu inn í vindinn og hægjum á flughraða er við nálgumst lendingarsvæðið. Lendingin er eins mjúk og að stíga eða hoppa niður af tröppu.

Öryggisatriði

Allur búnaður sem við notum, bæði vængja- og togbúnaður, er viðurkenndur og öryggisstaðlaður af sértækri alþjóðlegri stofnun. Svifvængjaflugkennarar Happyworld eru þjálfaðir og reyndir á sínu sviði, með þjálfun frá mismunandi löndum og úr fjölbreyttum veðurkerfum. Þeir eru viðurkenndir af FAI (The World Air Sports Federation). Við fylgjum stífum vinnu- og öryggisreglum í öllu ferlinu.

Kynningarflug, gjafabréf og byrjendanámskeið

Þú getur bókað stakt kynningarflug hjá okkur eða keypt gjafabréf til að gefa eða nota sjálf/ur seinna.
Gjafabréf í svifvængjaflug er hugsanlega besta gjöfin sem þú getur gefið ævintýrafólkinu í lífi þínu!
Við kennum einnig byrjendanámskeið á vegum Fisfélags Reykjavíkur. Þar lærir þú á nokkrum vikum að fljúga svifvæng upp á eigin spýtur. Sjá meira um það með því að smella hér.

Við tökum á móti ferðagjöfinni.

Einnig minnum við á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja sem endurgreiða námskeiðskostnað sem þennan.

Flugtímabilið okkar er 1. maí – 31. ágúst.

Paragliding-Reykjavík-Iceland-Flag-Happyworld- Gjafabréf í svifvængjaflug

Gjafabréf í Svifvængjaflug á Bláfjallasvæðinu rétt fyrir utan Reykjavík

Paragliding-Reykjavík-Lava-Fields-Happyworld- Gjafabréf í svifvængjaflug

Skilmálar