Svifvængjaflug í Reykjavík Gjafabréf

Heildartími max 2 klst
Flugtími allt að 20 mín.
20 mín. frá Reykjavík
Frítt GoPro myndband
Fyrir byrjendur!
Gjafabréf í svivængjaflug
Paragliding-Reykjavík-Iceland-Flag-Happyworld
 

Gjafabréf í svifvængjaflug

Í svifvængjaflugi ertu svo nálægt náttúruöflunum að þú verður í raun partur af þeim. Með skýin þér við hlið svífurðu hljóðlaust um. Þú hækkar flugið í loftuppstreymi með hinum fuglunum. Landslagið eignast nýtt líf undir dinglandi fótum þínum. Með vindinn í hárinu upplifirðu lífið í alvöru þrívídd. Þetta er sprengja fyrir skilningarvitin!

ATH: Kynningarflug á svifvæng er íþróttanámskeið og flest stéttarfélög taka veglegan þátt í kostnaði.

Kynningarflug á svifvæng með þrautþjálfuðum og viðurkenndum svifvængjaflugkennara á tvímenningsvæng. Þú ferð í loftið með flugkennaranum og þarft ekkert að kunna fyrirfram. Þú kynnist grundvallar handtökum og færð jafnvel að taka í stýrið! Við eigum falleg gjafabréf sem við getum pakkað inn og sent þér að kostnaðarlausu, eða sent þér á netpósti.

Bókaðu gjafabréf eða ferð hér:

Miðinn gildir í ár frá kaupdegi. Handhafi velur flugdag sem hentar.


Loading…

Hvað er svifvængjaflug?

Svifvængjaflug (Paragliding) er frjálst flug á mótorlausum væng úr efni ekki ósvipuðu og í fallhlíf. Hönnun vængsins er byggð á flugvélavæng og tekur form sitt af loftinu sem fyllir hann. Fyrirrennari svifvængsins er svifdrekinn sem margir kannast við. Svifvængurinn er einfaldasta leið mannsins til að komast á flug. Enginn er mótorinn og því notum við vinda og uppstreymi til að fljúga hærra og lengra. Þú kemst varla nær því að vera fugl.

Svifvængjaflug er flug en ekki fall og við hoppum hvorki úr flugvél né fram af neinu. Sjá meira um það neðar.
Þetta er í raun einfalt og átakalaust, og þegar í loftið er komið svífum við um með fuglunum og getum jafnvel hækkað flugið. Nemandinn situr fyrir framan flugkennarann og nýtur óskerts útsýnis með vindinn beint í fangið. Flugkennarinn útskýrir grundvallaratriði svifvængjaflugs; hvernig vængurinn virkar, hvernig við nýtum vinda og hitauppstreymi til að hækka flugið, hvernig við stjórnum því hvert við fljúgum og hvar við lendum. Nemandinn getur jafnvel fengið að prófa að fljúga vængnum, undir styrkri handleiðslu flugkennarans.

Svifvængjaflug er í stuttu máli sagt óskin uppfyllt fyrir alla sem eiga sér flugdrauma, eða langar að upplifa og takast á við eitthvað nýtt og spennandi!

Svifvængjaflug yfir Seljalandsfossi
Svifvængjaflug Paragliding Vík í Mýrdal Ísland
Svifvængjaflug, Paragliding í Reykjavík, Ísland

Fyrir hvern er svifvængjaflug?

25 ára adrenalínfíkla? Nei. Aldeilis ekki. Nemendurnir okkar, bæði þau sem koma á námskeið og í kynningarflug, eru allskonar venjulegt fólk; fólk sem leggur áherslu á upplifanir, fólk sem á sér flugdrauma, ungt fólk, miðaldra fólk, aldrað fólk, fólk sem vill stíga út fyrir þægindarammann, verslunarfólk, viðskiptafræðingar, farþegaþotuflugstjórar, kennarar, mömmur, pabbar, afar, ömmur, unglingar. Allir sem vilja víkka út sjóndeildarhringinn, upplifa nýja vídd í lífið og sjá heiminn frá öðru sjónarhorni með fæturna dinglandi í lausu lofti. Allir sem vilja upplifa fullkomið frelsi svífandi hljóðlaust um himininn með hinum fuglunum. Og líka adrenalínfíklana!

Hvert flug er persónuleg upplifun. Þú ferð alltaf í loftið með þínum persónulega einka flugkennara og getur því valið rólegheita stigið sem hentar þér! Viltu svífa tignarlega um himininn og njóta frelsistilfinningunnar og útsýnisins? Eða viltu listflugsútgáfuna og koma adrenalíninu á almennilega hreyfingu? Eða blöndu, eða allt þar á milli? Þú ræður ferðinni!

Tímalengd og framkvæmd á kynningarflugi: Flugsvæðin okkar á Reykjavíkursvæðinu eru í ca. 20 mín. akstri frá miðbænum. Þú hittir okkur á staðnum, við græjum þig í öryggisbúnað, segjum þér hvernig þú átt að standa og vera, kveikjum á myndavélinni og af stað! Heildartími með undirbúningi og frágangi getur verið 1-2 klst. Flugtíminn sjálfur fer að sjálfsögðu eftir veðurfarslegum aðstæðum og getur verið allt að 20 mínútum. Þá eru líka flestir flugsaddir!

Flugsvæðin okkar

Svifvængjaflug, og líklega bara allt flug, snýst ekki minna um útsýnið en athæfið sjálft. Á Íslandi er enginn skortur á náttúrufegurð og það er alveg sama hvar við fljúgum, við erum alltaf á fallegasta stað landsins 🙂 

Reykjavík
Ástundun svifvængjaflugs á Íslandi er einna mest á Reykjavíkursvæðinu. Margir hafa séð til okkar í Úlfarsfelli og Hafrafelli í Mosfellsbæ og jafnvel í Kömbunum. En færri vita að við fljúgum líka yfir hraun- og gígasvæðið við Bláfjöll. Þetta svæði er í miklu uppáhaldi hjá okkur, enda komumst við þar hvað hæst og það er lygilega fallegt að sjá dramatískar hraunbreiður og gíga úr lofti! Einnig nær útsýnið til Reykjavíkur, Þingvalla, Langjökuls og út á Snæfellsnes í góðu skyggni.

Suðurströndin
Reynisfjall í Vík, Seljalandsfoss, Gljúfrabúi og Skógafoss eru einnig stórglæsileg svifvængjaflugsvæði. Á góðum degi getur verið vel þess virði að leggja upp í ökuferð niður suðurströndina, fossar eru ekki bara fyrir túrista 😉 En hafðu í huga að veðrið getur breyst fljótt. Ef við fáum ekki tækifæri til að fljúga með þig á suðurströndinni vegna veðurs geturðu skellt þér í loftið í Reykjavík, og þú verður samt aldrei svikin/n af ferðalaginu!

Flugtak á svifvæng

Flugtakið getur verið tvennskonar;

Flugtak af fjalli:
hlaupið í loftið niður aflíðandi brekku þar til vindarnir lyfta vængnum á loft og við tekur fjálst flug.

Flugtak af jörðu:
togað í loftið með sérstökum togbúnaði, toglínunni er sleppt í hæð og frjálst flug tekur við.

Hver er munurinn á flugtaksaðferðunum?
Í grundvallaratriðum er þetta eins. Flugkennarinn undirbýr búnaðinn og yfirfer öll öryggisatriði. Nemandinn er klæddur í öryggisbúnað og að lokum festur við flugkennarann með sérstökum stálkarabínum. Eftir öryggis- og veðurtékk lyftir flugkennarinn vængnum á loft með hjálp mildra vinda. Þegar vængurinn er kominn á loft og tilbúinn í flugtak taka flugkennari og nemandi samtaka skref niður aflíðandi brekku, eða á eftir toglínunni (flugtak af jörðu) uns þær/þeir/þau eru gangandi í lausu lofti. Þá er bara að halla sér aftur í þægilegt sætið á öryggisbúnaðinum og njóta þess að svífa um einsog fuglinn frjáls.

Hver er munurinn á upplifun?
Flugtak af fjalli: Við keyrum með þig upp á fjall, flug er háð réttri vindátt og vindstyrk. Flughæðin sem við getum náð á okkar kynningarflugsvæðum er yfirleitt í kringum 3-400 metrar.
Flugtak af jörðu: Við togum í loftið óháð vindátt, ráðum við bæði meiri og minni vindstyrk en flugtak af fjalli. Togum yfirleitt upp í ca. 800 metra þar sem línunni er sleppt.

Lending á svifvæng

Við höfum stjórntæki og stýribúnað og veljum okkur öruggt lendingarsvæði. Einsog hvert annað flygildi tökum við lendingarstefnu inn í vindinn og hægjum á flughraða með því að toga niður afturhluta vængsins. Lendingin er eins mjúk og að stíga niður úr tröppu.

Öryggisatriði

Allur svifvængjabúnaður sem við notum, bæði vængir og togbúnaður, er viðurkenndur og öryggisstaðlaður af sértækri alþjóðlegri stofnun. Svifvængjaflugkennarar Happyworld eru hámenntaðir og reynslumiklir á sínu sviði, með þjálfun úr mismunandi löndum og fjölbreyttum veðurkerfum. Þeir eru viðurkenndir af FAI (The World Air Sports Federation).

Við kennum einnig byrjendanámskeið á vegum Fisfélags Reykjavíkur á hverju vori. Sjá meira um það með því að smella hér.

Paragliding-Reykjavík-Iceland-Flag-Happyworld

Svifvængjaflug Reykjavík Ísland útsýni

Yfir Bláfjallasvæðinu með útsýni fyrir allan peninginn!

Paragliding South Coast Iceland Adventure Day Tour Combo

Yfir Háfelli í Vík í Mýrdal.

Svifvængjaflug Paragliding Vík í Mýrdal Ísland

Yfir Reynisdröngum í Vík í Mýrdal.

Paragliding-Reykjavík-Lava-Fields-Happyworld-svifvængjaflu

Yfir Bláfjalla svæðinu. Hraun, mosi… og jörðin er ekki flöt!

Svifvængjaflug suðurströnd Skógafoss Ísland

Svífandi með fuglunum yfir Skógafoss og túrista.