Svifvængjaflug í Reykjavík Gjafabréf

Gjafabréf í svifvængjaflug á Bláfjallasvæðinu

Gjafabréf í svifvængjaflug er kynningarflug á tveggja manna svifvæng með þrautþjálfuðum, viðurkenndum svifvængjaflugkennara Happyworld. Kynningarflug er einstakt tækifæri fyrir óvana til að kynnast þessu frábæra flugsporti.

Í svifvængjaflugi ertu svo nálægt náttúruöflunum að þú verður í raun partur af þeim. Með skýin þér við hlið svífurðu hljóðlaust um og hækkar flugið í loftuppstreymi með hinum fuglunum. Landslagið eignast nýtt líf undir dinglandi fótum þínum. Með vindinn í hárinu upplifirðu lífið í nýrri vídd. Þetta er sprengja fyrir skilningarvitin!

Hvað er svifvængjaflug?

Svifvængjaflug (Paragliding) er frjálst flug á mótorlausum væng úr efni ekki ósvipuðu og í fallhlíf. Hönnun vængsins er byggð á flugvélavæng og tekur form sitt af loftinu sem fyllir hann. Fyrirrennari svifvængsins er svifdrekinn sem margir kannast við. Svifvængurinn er einfaldasta leið mannsins til að komast á flug. Enginn er mótorinn og því notum við vinda og uppstreymi til að fljúga hærra og lengra. Þú kemst ekki nær því að vera fugl!

Svifvængjaflug er flug en ekki fall og við hoppum hvorki úr flugvél né fram af neinu.

Flugkennarinn útskýrir grundvallaratriði svifvængjaflugs; hvernig vængurinn virkar, hvernig við nýtum vinda og loftuppstreymi til að hækka flugið, hvernig við stjórnum ferð, stefnu og hvar við lendum. Nemandinn situr fyrir framan flugkennarann og upplifir allt frá fyrstu hendi.

Fyrir hvern er svifvængjaflug?

Svifvængjaflug er upplifun fyrir alla sem eiga sér flugdrauma eða langar að takast á við nýjar áskoranir! Fyrir fólk á öllum aldri sem vill víkka út sjóndeildarhringinn, stíga út fyrir þægindarammann og sjá heiminn frá öðru sjónarhorni.

Hvert flug er persónuleg upplifun.

Þú ferð í tvímenningsvæng með einka flugkennara og getur því valið rólegheita stigið sem hentar þér. Viltu svífa tignarlega um himininn og njóta frelsistilfinningunnar og útsýnisins? Eða viltu listflugsútgáfuna og koma blóðinu á almennilega hreyfingu? Eða eitthvað þar á milli? Þú ræður ferðinni.

Tímalengd og framkvæmd á kynningarflugi:

Flugsvæðið okkar er á Bláfjallasvæðinu, rétt hjá Sandskeiði, í ca. 20 mín. akstri frá miðbæ Reykjavíkur. Við tökum á móti þér, undirbúum allan búnað, förum yfir öryggisatriði og allt ferlið með þér. Heildartími með undirbúningi og frágangi er yfirleitt undir klukkustund. Flugtíminn fer að sjálfsögðu eftir veðri og aðstæðum, yfirleitt um 10-15 mínútur. Með akstri fram og til baka frá Reykjavík skaltu gera ráð fyrir 2-3 tímum í það heila.

Flugsvæðið okkar

Svifvængjaflug snýst ekki minna um útsýnið en flugið sjálft. Á Íslandi er enginn skortur á náttúrufegurð og Bláfjallasvæðið er eitt besta og vinsælasta svifvængjaflugsvæði landsins! 

Það er ævintýri líkast að svífa á svifvæng yfir mosavaxnar hraunbreiður og gíga á Bláfjallasvæðinu. Þarna náum við hátt í 900 metra lofthæð með útsýni til allra átta. Á góðum degi sjáum við yfir til Vestmannaeyja, upp á hálendi og snertum skýin á leiðinni niður!

Flugtak á svifvæng

Við tökum af stað af flatlendi einsog hver önnur flugvél, en í staðinn fyrir eigin mótor notum við bíl með sérstakan togbúnað. Og í staðinn fyrir hjólabúnað tökum við nokkur skref áður en við tökumst á loft. Bíllinn keyrir af stað og spilar út línu með þægilegri togþyngd svo flugtak verður mjúkt og þægilegt. Vængurinn lyftist upp, línan spilast út og við hækkum flugið hratt og örugglega. Þegar tæplega 900 metra hæð er náð sleppir flugkennarinn toglínunni og frjálst flug tekur við.

Lending á svifvæng

Á svifvængnum höfum við ýmsan stýribúnað og við veljum okkur öruggt lendingarsvæði. Einsog hvert annað flygildi tökum við lendingarstefnu inn í vindinn og hægjum á flughraða áður en jörð er snert. Lendingin er eins mjúk og að stíga niður af tröppu.

Öryggisatriði

Allur búnaður sem við notum, bæði vængir og togbúnaður, er viðurkenndur og öryggisstaðlaður af sértækri alþjóðlegri stofnun. Svifvængjaflugkennarar Happyworld eru hámenntaðir og reynslumiklir á sínu sviði, með þjálfun frá mismunandi löndum og úr fjölbreyttum veðurkerfum. Þeir eru viðurkenndir af FAI (The World Air Sports Federation).

Gjafabréf í svifvængjaflug

Gjafabréf í svifvængjaflug á Bláfjallasvæðinu er besta gjöfin sem þú getur gefið ævintýrafólkinu í lífi þínu, eða sjálfri/sjálfum þér!

Við kennum einnig byrjendanámskeið á vegum Fisfélags Reykjavíkur á hverju vori. Sjá meira um það með því að smella hér.

Gjafabréf í svifvængjaflug

Bókaðu hér:

Gjafabréf í svifvængjaflug gildir í eitt ár og handhafi velur flugdag sem hentar. ATH: Kynningarflug á svifvæng er íþróttanámskeið og flest stéttarfélög taka veglegan þátt í kostnaði.

Paragliding-Reykjavík-Iceland-Flag-Happyworld- Gjafabréf í svifvængjaflug

Gjafabréf í Svifvængjaflug á Bláfjallasvæðinu rétt fyrir utan Reykjavík

Paragliding-Reykjavík-Lava-Fields-Happyworld- Gjafabréf í svifvængjaflug

Smellið hér til að lesa skilmála.

Vinsamlega athugið að gjafabréfin okkar gilda í eitt ár og fást ekki endurgreidd. Flugtímabilið okkar er 1. júní – 31. ágúst.